alvöru ísland
á hverju kvöldi rignir
og á næturnar er svo kalt
að allt er ísi lagt
og hér er enginn vindur
svo þegar vatnið frýs
er ísinn alveg sléttur
og þess vegna á enginn skó
og ekki heldur bíla
bara sleða og skauta
hér búa ekki margir
kannski bara tveir
en örugglega þúsund
og ísinn er svo bjartur
að við notum lítið ljós
og fáum fagurprýdda nótt
og undir þessum himni
og ofan á þessum ís
höfum við verið um stund
kannski tvö ár
örugglega þúsund
einhverstaðar þar á milli
en nú sit ég ofan á þakinu
á húsinu mínu
og skil ekki neitt
í gærkvöldi þá byrjaði að rigna
eins og alltaf
en það bara rigndi
og það rigndi meðan ég sofnaði
og þegar ég vaknaði
og í hádeginu sama dag
og dagarnir liðu
og ísinn óx
og dagarnir liðu
og ísinn hækkaði
og húsin minnkuðu
og himininn kom nær
og nú rignir voða lítið
það er eiginlega hætt
og ég sit upp á þaki
og mamma er hrædd
og pabbi talar við mennina
meðan minnstu börnin skauta
ég veit ekki alveg
ég bara sit og sit
og reyni að skilja
svo byrjar að rigna stjörnunum
og þær lenda mjúklega
og þær eru svo bjartar
svo verður allt dimmt
og það líða tveir tímar
eða kannski þúsund
nokkur börn gráta
mamma er hjá mér
og þögnin alger þögn
...
...
...
svo klifra fyrstu geislarnir
frá sólinni yfir fjöllin
og ísinn er farinn
og við tvö eða þúsund
brosum og hlæjum
föst upp á þökunum okkar
og um kvöldið rignir aftur
en bara venjulega
og allt er eðlilegt
ég renni mér út
skauta út fyrir þorpið
var þetta bara martröð?
og ég lít upp.
og á næturnar er svo kalt
að allt er ísi lagt
og hér er enginn vindur
svo þegar vatnið frýs
er ísinn alveg sléttur
og þess vegna á enginn skó
og ekki heldur bíla
bara sleða og skauta
hér búa ekki margir
kannski bara tveir
en örugglega þúsund
og ísinn er svo bjartur
að við notum lítið ljós
og fáum fagurprýdda nótt
og undir þessum himni
og ofan á þessum ís
höfum við verið um stund
kannski tvö ár
örugglega þúsund
einhverstaðar þar á milli
en nú sit ég ofan á þakinu
á húsinu mínu
og skil ekki neitt
í gærkvöldi þá byrjaði að rigna
eins og alltaf
en það bara rigndi
og það rigndi meðan ég sofnaði
og þegar ég vaknaði
og í hádeginu sama dag
og dagarnir liðu
og ísinn óx
og dagarnir liðu
og ísinn hækkaði
og húsin minnkuðu
og himininn kom nær
og nú rignir voða lítið
það er eiginlega hætt
og ég sit upp á þaki
og mamma er hrædd
og pabbi talar við mennina
meðan minnstu börnin skauta
ég veit ekki alveg
ég bara sit og sit
og reyni að skilja
svo byrjar að rigna stjörnunum
og þær lenda mjúklega
og þær eru svo bjartar
svo verður allt dimmt
og það líða tveir tímar
eða kannski þúsund
nokkur börn gráta
mamma er hjá mér
og þögnin alger þögn
...
...
...
svo klifra fyrstu geislarnir
frá sólinni yfir fjöllin
og ísinn er farinn
og við tvö eða þúsund
brosum og hlæjum
föst upp á þökunum okkar
og um kvöldið rignir aftur
en bara venjulega
og allt er eðlilegt
ég renni mér út
skauta út fyrir þorpið
var þetta bara martröð?
og ég lít upp.