Þökkum þeim þrettán
Af fjöllum óma gólin,
nú koma \"jóla-fólin\".
Yfir snæ,
í byggð og bæ.
og hafa með sér jólin.

Sögur eru til af þessum sveinum,
frá eldri tíð að þeir ullu meinum.
Hlupu um grund,
hrekktu hal og sprund.
Skyldir \"Leppa-lúða\" karllegg beinum.

Nú á seinni tímum eru frægir,
fyrir bara að vera nokkuð þægir.
Ekki lengur hrekkja,
eða nokkurn klekkja.
En gefa \"gott\" sem öllum börnum nægir.

Í dag þeir sveinar arka yfir snjó
að gefa gjafir í þægra barna skó.
Inn og út um opnanleg fög,
raula á meðan jóla-lög.
Meðan börnin dvelja í draumalandsins ró.

Við ættum öll að þakka stemminguna
er njótum við um jóla-hátíðina.
Þakka þrettán strákum
og prakkara þeirra látum.
Og dveljumst meðal fjölskyldu og vina.



 
Óskar
1974 - ...
Pæling í jólasveinum fortíðar og nútíðar


Ljóð eftir Óskar

Spurning ?
Þökkum þeim þrettán
Hárlos
Grá jól
24 - 12
Kaupa - jól
jóla ábót
Skellir - hurða
Nissen paa loftet -
X - mas
?? jól ??