

Ég geng um bjartan dal,
í gleðikasti dansa við úlfinn
syng hástöfum með hrafninum.
Þá sé ég konu í hvítu,
sem hvíslar að mér blíðlega
\"Palli svakalega ertu sætur\"
Skógurinn fellur yfir mig.
Úlfurinn bítur af mér fæturna,
hrafninn plokkar úr mér augun.
Konan í svörtu tekur röddina
og öskrar með henni
\"Palli drullaðu þér á fætur\"
í gleðikasti dansa við úlfinn
syng hástöfum með hrafninum.
Þá sé ég konu í hvítu,
sem hvíslar að mér blíðlega
\"Palli svakalega ertu sætur\"
Skógurinn fellur yfir mig.
Úlfurinn bítur af mér fæturna,
hrafninn plokkar úr mér augun.
Konan í svörtu tekur röddina
og öskrar með henni
\"Palli drullaðu þér á fætur\"
Ja nú veit ég ekki