Brenglaður veruleiki
Hvíldu stillt
hjarta mitt,
horfið er
á braut.

Jörðin snýr nú aftur,
ég er kominn heim
á minn stað þar sem
veröldin snýst um mig.

Ég snýst sem hringekja
kynlífsfíknar minnar.

Hljóðið tært sem kristalkúlan
sem í hjarta þínu
snýst að eilífu.  
Páll Daníelsson
1984 - ...


Ljóð eftir Pál Daníelsson

Sæla
Próf
Náttúrufræði
Unaður
Kvalir
Ógæfa
Prestar
Ást?
Vatíkanið
Brenglaður veruleiki
Haust