Sæla
Ég geng um bjartan dal,
í gleðikasti dansa við úlfinn
syng hástöfum með hrafninum.
Þá sé ég konu í hvítu,
sem hvíslar að mér blíðlega
\"Palli svakalega ertu sætur\"

Skógurinn fellur yfir mig.
Úlfurinn bítur af mér fæturna,
hrafninn plokkar úr mér augun.
Konan í svörtu tekur röddina
og öskrar með henni
\"Palli drullaðu þér á fætur\"  
Páll Daníelsson
1984 - ...
Ja nú veit ég ekki


Ljóð eftir Pál Daníelsson

Sæla
Próf
Náttúrufræði
Unaður
Kvalir
Ógæfa
Prestar
Ást?
Vatíkanið
Brenglaður veruleiki
Haust