

tímaflugur
titra innan í mér
skapa kitling í innyflunum
allt á hverfanda hveli
þó ekkert stórkostlegt hafi gerst
utan það að einn dagur kyssti nótt
enn einni minningu var vaggað í svefn
enn og aftur ný tækifæri
tímaflugur titra
og þenja vængina
ég hefst á loft
enn á ný
titra innan í mér
skapa kitling í innyflunum
allt á hverfanda hveli
þó ekkert stórkostlegt hafi gerst
utan það að einn dagur kyssti nótt
enn einni minningu var vaggað í svefn
enn og aftur ný tækifæri
tímaflugur titra
og þenja vængina
ég hefst á loft
enn á ný
1. apríl 2009