Vorvísa
Þegar veturinn er farinn og vorið hefur kysst stráin.
Kysst hvern þann stein.
Hverja þúfu sem það snertir á leið sinni.

Kysst hvern þann sólargeisla sem speglar sig mýrinni.

Þegar vorið hefur kysst úr mér hrollinn.
Þá mun ég kyssa sumarið í sál þína.

 
Viðar Kristinsson
1960 - ...


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Steinhjartað
Snerting
Í kvöld
Regnboginn
Draumur
Án fyrirheita
Haustvindurinn
Allir litir himinsins
Kyrrð
Stjörnur
Undir vesturhimni
Undir vetrarhimni
Engladans
Kristalstár
Sólstafir
Einstigi
Tilvera
Vorvísa
Hvíslaðu
Hljómfall
Stemming
Ljósbogi
Áttir
Kaldi
Líf
Syndir mínar
Fjarlægðin
Grátur englanna