Þau eru farin úr okkar heim\'.
Frá hinu nístandi Norðri þau renna
Náfeld af vargi er hún þakin,
Úrsus kúpu á höfði ber
Í föla hárið ofnar eru,
Rauðar fjaðrir og Úrsus klær
Og vígtennur Fenris á hnefa beltaðar fastar
Meðan ljárinn grimmi við varginn er bundinn.
Úr landi ísa og hins nyrsta Næðings
Þeir grimmu Fenris niðjar eftir fylgja
Á sínum svarta bróður hún áfram rennur
Suður um hvolf og mar
En engar eru festar, fyrir varga til
Svo að á beru baki hún heldur til kyrrt.
Áfram þau renna
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau koma að Vestan.
Þau koma að Austan.
Þau koma að Sunnan.
Úr hinu vindmikla Vestri þau svífa
Standandi róleg hinum mikla erni á
Meðan löndinn þjóta hjá, í kyrtli ofnum
Og fjaðra skikkju, hin elsta dóttir horfir fram
Með staf sinn reistan á rönd
Haldandi í hægri hönd sem
Sjálf reif úr asksins fornu rót.
Úr landi rúna og galdra sem staðið hefur til margra alda, hárið dökka svegist til meðan örnin mikli sig réttir við
Hræsvelgsdætur svífa nú í Austurveg
Dynjandi sláttur þúsund vængja
Er allt sem í vesturhimni heyrist.
Áfram þau svífa
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau eru komin að Vestan !
Þau koma að Austan.
Þau koma að Sunnan.
Fljúgandi úr hinu endalausa Eystri
Með glæðum og gneistum
Níðhöggs nyðjar sinni systur hlýða
Fremst er í fylkyngu spúandi gráum eldi
Forrauður fjandi, svífandi í skýin grá
Eldingum og þrumum rödd sína að ljá.
Úr landi fenja og feiknafjalla
Á þessu forrauða fjanda með sverð í hendi
Situr hin vitra systir klædd
dreyrrauðu leðri
Í það svart fjanda-hreistur hnýtt
Róleg hún liður, bíður meðan hárið rauða svíður
Nú í gráum logum, frá sínum unga bróður.
Áfram þau fljúga
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau eru komin að Vestan !
Þau eru komin að Austan !
Þau koma að Sunnan.
Syndandi úr hinu sjóðandi Suðri
Í lykkjum og hlykkjum þá lengstu leið
Fremst er snæhvítur marborinn fákur
Eiturgrænar eru þær gufur sem hann blæs
Ofaní vatnið meðan hann hengir höfuð
Syrgjandi sinn forna föður sem fallin er frá.
Frá löndum hins dimma djúps
Synir hins mikla miðgarðsorms synda
Meðan hin svartklædda forna systir
Syngur til hafsins svo öldurnar rísa
Engin skip skal hýsa í hinum mikla sjó
Tárin streyma í úr augum allra sem fylkingunni fylgja.
Áfram þau synda
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau eru komin að Vestan !
Þau eru komin að Austan !
Þau eru komin að Sunnan !
Frá öllum áttum rök eru hveðin:
Hvað skal verða um okkur, hin fornu dýr
Sem í þessari veröld höfðu legið
Frá byrjun þess og höfum séð þann enda
Er menn hafa oss gefið, þeir okkur vilja veiða
Drepa og meiða, kveð ég nú að við hverfum
Úr þessum heim og verðum sögur og ekkert meir.
Þau eru farin að Norðan !
Þau eru farin að Vestan !
Þau eru farin að Austan !
Þau eru farin að Sunnan !
Fyrir full og allt.
Náfeld af vargi er hún þakin,
Úrsus kúpu á höfði ber
Í föla hárið ofnar eru,
Rauðar fjaðrir og Úrsus klær
Og vígtennur Fenris á hnefa beltaðar fastar
Meðan ljárinn grimmi við varginn er bundinn.
Úr landi ísa og hins nyrsta Næðings
Þeir grimmu Fenris niðjar eftir fylgja
Á sínum svarta bróður hún áfram rennur
Suður um hvolf og mar
En engar eru festar, fyrir varga til
Svo að á beru baki hún heldur til kyrrt.
Áfram þau renna
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau koma að Vestan.
Þau koma að Austan.
Þau koma að Sunnan.
Úr hinu vindmikla Vestri þau svífa
Standandi róleg hinum mikla erni á
Meðan löndinn þjóta hjá, í kyrtli ofnum
Og fjaðra skikkju, hin elsta dóttir horfir fram
Með staf sinn reistan á rönd
Haldandi í hægri hönd sem
Sjálf reif úr asksins fornu rót.
Úr landi rúna og galdra sem staðið hefur til margra alda, hárið dökka svegist til meðan örnin mikli sig réttir við
Hræsvelgsdætur svífa nú í Austurveg
Dynjandi sláttur þúsund vængja
Er allt sem í vesturhimni heyrist.
Áfram þau svífa
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau eru komin að Vestan !
Þau koma að Austan.
Þau koma að Sunnan.
Fljúgandi úr hinu endalausa Eystri
Með glæðum og gneistum
Níðhöggs nyðjar sinni systur hlýða
Fremst er í fylkyngu spúandi gráum eldi
Forrauður fjandi, svífandi í skýin grá
Eldingum og þrumum rödd sína að ljá.
Úr landi fenja og feiknafjalla
Á þessu forrauða fjanda með sverð í hendi
Situr hin vitra systir klædd
dreyrrauðu leðri
Í það svart fjanda-hreistur hnýtt
Róleg hún liður, bíður meðan hárið rauða svíður
Nú í gráum logum, frá sínum unga bróður.
Áfram þau fljúga
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau eru komin að Vestan !
Þau eru komin að Austan !
Þau koma að Sunnan.
Syndandi úr hinu sjóðandi Suðri
Í lykkjum og hlykkjum þá lengstu leið
Fremst er snæhvítur marborinn fákur
Eiturgrænar eru þær gufur sem hann blæs
Ofaní vatnið meðan hann hengir höfuð
Syrgjandi sinn forna föður sem fallin er frá.
Frá löndum hins dimma djúps
Synir hins mikla miðgarðsorms synda
Meðan hin svartklædda forna systir
Syngur til hafsins svo öldurnar rísa
Engin skip skal hýsa í hinum mikla sjó
Tárin streyma í úr augum allra sem fylkingunni fylgja.
Áfram þau synda
Til miðju alls sem er
Þar mun dóminn upp kveða
Hvað skal um þau verða
Nú er hið mikla rökkur er liðið.
Þau eru komin að Norðan !
Þau eru komin að Vestan !
Þau eru komin að Austan !
Þau eru komin að Sunnan !
Frá öllum áttum rök eru hveðin:
Hvað skal verða um okkur, hin fornu dýr
Sem í þessari veröld höfðu legið
Frá byrjun þess og höfum séð þann enda
Er menn hafa oss gefið, þeir okkur vilja veiða
Drepa og meiða, kveð ég nú að við hverfum
Úr þessum heim og verðum sögur og ekkert meir.
Þau eru farin að Norðan !
Þau eru farin að Vestan !
Þau eru farin að Austan !
Þau eru farin að Sunnan !
Fyrir full og allt.