Ég
fer daglega í vinnu
oftast er það ágætt
stundum fer ég í klemmu
út af sjálfum mér
ég lýg oft að sjálfum mér
ekki tek ég eftir því
á meðan aðrir gera það
til hvers að lifa spyr ég
og þá segir fólkið
þú verður að lifa einn og sér
en ekki með áhyggjur af öðrum
er eina svarið sem ég fæ
kannski seinna þessu ég næ
staðreyndin er sú að ég er ég
ég er ég  
Halldór Viðar Arnarson
1982 - ...


Ljóð eftir Halldór Viðar Arnarson

Bestur
jesus
lífið
ást eða lygi
Ég
hver er ég