Á bókasafninu
Eitt sinn er guð var á borgarbókasafninu að leita sér að bók
greip hann í bók eina eftir þjóðverjann Nietzsche,
opnaði hana einhverstaðar rétt fyrir miðju
og byrjaði að lesa.

Það var svo eftir að hann hafði lesið rétt rúmlega eina setningu í bókinni
Að hann áttaði sig á því, að hann hafði í raun og veru aldrei verið til og gufaði upp.

...sem var frekar slæmt, því hann átti ennþá eftir að skila safninu bókinni um Ísfólkið, sem hann hafði fengið lánaða rétt rúmri viku áður.  
Höjkur
1984 - ...


Ljóð eftir Höjk

Seríjós spjall
Eymd fiskanna
Krossfesting
Alpahúfur
Reykelsi
Hvorki fugl né fiskur
Strengjabrúður
Á bókasafninu