Hraði nútímans !
Nútíminn leyfir ekki mikinn tíma til að stoppa og velta fyrir sér undrum veraldar. Að setjast niður og fylgjast með lífinu í kringum sig. Fugl tístandi á trjágrein, sólargeislum sem snerta heiminn allt í kring, snjókorni sem svífur til jarðar, skýjum sem ferðast yfir himinhvolfið, börnum að leik, hrafni sem flýgur yfir höfuð manns, listinn er óendanlegur. Lífið er ekki bara að komast frá einum stað til annars, þeytast um í hraða nútímans. Að slappa af og leyfa andanum að lifa. Fara út í náttúruna og njóta undraverka hennar eða bara hlusta á hæfileikaríkan tónlistarmann tjá sig í gegnum tónlistina, lesa gott ritverk, sem maður hefur ánægju af. Eitthvað sem gefur andanum tækifæri til að slappa af. Hvort sem það sé í rólegheitum heima, úti með móður náttúru eða þar sem manni líður best, að gera það sem maður hefur ánægju af.
Mín skoðun er sú að ef maður ræktar ekki sjálfan sig tapar maður hluta af sjálfum sér til hraða umhverfisins. Það er nauðsynlegt að leggja jafn mikinn metnað í andlegu hliðina og veraldlegu hliðina. Að halda sjálfum sér við til að geta tekist á við umheimnn. Ef ekki, visnar maður upp og endar sem tómt hulstur í lífsins ólgu sjó.
Viltu það?
Mín skoðun er sú að ef maður ræktar ekki sjálfan sig tapar maður hluta af sjálfum sér til hraða umhverfisins. Það er nauðsynlegt að leggja jafn mikinn metnað í andlegu hliðina og veraldlegu hliðina. Að halda sjálfum sér við til að geta tekist á við umheimnn. Ef ekki, visnar maður upp og endar sem tómt hulstur í lífsins ólgu sjó.
Viltu það?
Samið 10. febrúar 2000