Garðyrkjumaðurinn
í ofvæni bíð ég þess að heyra
fótatak hans nálgast
í kyrrðinni

þrái að finna mjúkar hendur hans
sníða af mér síðustu þyrnana

stundum leggst hann í grasið
við hlið mér
og segir mér sögur
af ókomnu sumri

þá drekk ég í mig orðin
og blómstra á ný
 
Steindór Ívarsson
1963 - ...


Ljóð eftir Steindór Ívarsson

Neon
Bergnuminn
Selló
Perlur
Kjólfötin
Garðyrkjumaðurinn
Í Heiðmörk
Fordómar
Að lokum