FAST/AFTURÁBAK/ÁFRAM
Við sátum nokkur saman í hring..og
Skáluðum heiminum fast á hvert annað
augu okkar hringsnérust
Og bullið úr okkur
rann sitt ginnungargap
allir á réttri leið
allir með rót vandans krufin
samt vissu allir í partý
að hér var ekki haldið upp á neitt
nema ógöngur og ósigra
enda öskraði gamli gráskeggur
sá veraldarvani forni fjandi
- djöfullinn sefur aldrei
við heyrðum það ekki
svo upptekinn af stundinni
svo hrædd við morgundaginn
það flæddi um okkur
í okkur
Ungur ljósvíkingur
heimspekingur og stærðfræðingur
Öskraði út úr sér, frussaði á mig
- ég ætla verða forseti
- fylla lífið af réttlæti og sannleika
ég horfði á hann
hæverskt og mikilmannlegt glottið
óskaði honum góðs gengis
allur úr takti
sjálfur með sömu háleitu hugmyndirnar
í sama ástandi og heimurinn
hryggur og sár, allur krepptur
- heimurinn er ungur
allt sem er ungt kreppist
ég var rifin úr hugsunum
ljóshærða dívan sem átti heimilið
var búin að panta taxa
og nú ruku allir frá hring
glottandi reyktir, vel smelltir saman
- nú skal tæma úr glösum
rífa í sig veröldina
festa kjaft á feigð.  
Axel bragi Andrésson
1985 - ...


Ljóð eftir Axel Braga Andrésson

11hugsunin
FAST/AFTURÁBAK/ÁFRAM
Narkissos
draumtreyja
1
Sannleikurinn um lífið
3
IDEA1
IDEA2
MR
IDEA3
4
Bird
EK
Ástand -
Draumahöllinn. Kafli 1