Draumahöllinn. Kafli 1
Taktföst seiðandi kallar hún.
Svartur marmari: mannmergð
Lífið sjálft.

Opnast dyr: inn ég geng.
Dimman gang -
Mig Sjálfan.
Horfi í ljóstýru; endalok
Sviplaust ævintýri
Draumlaust.

En bíðum nú við
Langt er í enda
Margt er að skoða
Í draumahöll, draumaheim
Hlátrasköll
Mér heyrast
Taktföst, tælandi
Kalla úr næsta herbergi
Mín forvitna vitund
Opnar – verður
Að opna
Ég hverf inn í nýjan heim.

Dásamlegar myndir
Bjóða mig velkominn
Rindinndinn
Vertu hér um sinn
“hér er margt að skoða”
Er kallað
“Komdu lengra inn”
Í hugarheiminn þinn
Elsku vinur minn

Og hann birtist mér sjónum
Sjálfur himnasmiður
draumahallarherforingi
birtir mér mynd
setur af stað
minn fyrsta draum; skref
fyrir skref
horfir inn í mig-innst.
Skoðar sig um
Hummar og hlær
Ákveður allt
Svo auðvellt
Svo létt
Blaðið upp flýgur
Inn í mig smýgur
Nú allt ákveðið
Sprengd er sprengja
Hvaða dyr labba ég inn um
Næst.
Í draumahöll
Draumaheim.

Og aftur á ný
Ganginum stend ég á.
Allt er svo hlýtt
Allt er svo hljótt
Endirinn hvínandi
Svo léttúðugur
hreinn og fagur.

Upp stiga ég geng
Á nægu er að taka
Margt er að skoða
Í draumahöll
Draumaheim.

Ég læðist inn gang
Lykli ég sný
Lykli ég sný

Öskur og læti
Hávaði
Reykur, hræðsla, angurværð
-þær skellast að baki mér dyrnar
“nauðsynlegt” glymur í konung
Farðu inn
Lengra inn í hugarheiminn þinn
Hvað höfum við hér að geyma?
Hver býr hér ?
Hverjir eru hér?

Hvísl í pípum
Ónefndar ósýnilegar
Raddir.
Hér býr Narkósan
Sjálf.
Hún pantaði þig
Vill
Þig
Á
Þig
Sér þig núna
Alltaf , inn í alla eylífð.

En ég sé hana
Ekki?
Hver ertu
Hvar
Ertu?
Hljóðlátt myrkur
Nú opnast mér dyr
Á hinum enda
Í gegnum myrkrið
Ég hleyp
Og út ég
Skýst, hrasa
Og dett.

-Hér er allt
Svo fallegt
Sól, blóm í haga
Hlátur og hamingja
Kitlandi tilfinning
Yndisleg, yndisleg

Hér er ég
Hvíslar hún
Hér er ég.

Og ég gleymi
Mér í hunangi
Hætti að svitna
Hlæ og dansa
Leik mér og syndi

Draumahöllinn stækkar
Verður óhugnalegri
Skítugri
-
Labbar til mín
Ungur maður
-gerðist það sama fyrir þig?

Já seigir hann
-og marga okkar
Hef ég hitt
-röltu með mér
Vinur minn
Elskulegur
Þangað
Inn engið
Upp að rósarunnanum- þarna
Sjáðu
Þar bíða okkar fleiri
Okkar
Þar er svo gott að vera:
Best.

Og auðvitað fer ég með
Kitlandi – freistandi.

-þar hitti ég þá einu
Og margar hana
Hún er samt sú eina.
Hún spynnur
Úr fjólum, feita
Fallega, vængi
Fljúgum, fljúgum saman
Seigir hún
Tekur í hönd
Mér aðrir brosa
Við fljúgum burt
Á brott.

Hahaha.
Sjáðu hvað allt
Er lítið ómerkilegt
Eitt tré, ein höll
Hahaha.

En í allri hamingjunni
Undarlega séð
Losna af henni vængir
Hún fellur, hratt
Í hendi ég held.
Ó veröld, ó veröld.
Afhverju?, ekki núna
Ég hendinni sleppi
Og í reiði
Flýg ég hátt: hærra
Alltof hátt
Hrasa niður
Beint ofan á draumahöll
Inn um glugga
Draumahöll.

-
Þar situr maður
Í horni og vefur
Sögur, spynnur myrkur
Heilsar, hátt, hæ.

Ég þekki þennan mann
Man ekki hvaðann
Horfðu seigir hann
Og bendir á sýningartjald.

Við höfum allt
Og allt höfum við
Sjáðu: -
Rýndu í
Hvað sérðu ?

Ég sé
Skynsemi, gott siðferði
Trú á eitthvað..
Samt eitthvað annað betra..
Samt gallað..
En of gott..
Sérðu?

Nei, svara ég
-ÞVAÐUR! Þú sérð
ÚT, ÚT NÚNA!
Og reiður!
Og út ég fer
Með brennda vængi
Þegar þú kemur aftur
Vil ég að þú vitir!
Hugsa drengur, maður, sál!
Hugsa! Passa sig!
Heldur áfram að spynna
Lokast dyr að baki.
Læstur gangur
Aðeins logar
Á einu ljósi
Allt er svart
Ljósið slökkt

Skerum af okkur eyrun
Um stund:
Lokum augunum.
Lokum á umhverfið
Allvegna þessi ég.
En allt í einu
Í miðju stríði
Ljúkast upp dyr
Og ég rifinn inn
MAMMA!
Þetta er elsku mamma
Horfir á mig björtum augum
Nýbúin að lesa bókina mína.
Þú hefðir átt..
Strýkur mér um kinn
Hefðir átt..
Kannski gastu ekki?
Vildir ekki?
Ég veit ekki
Hleyp í burtu.
Heyri pabba öskra
-það var hann!
Stekk út um rúðu
Fell marga metra
Ofan í vatn.

Ég er færður
Ræð mér ekki
Sjálfur
Hafmeyja
Tælir mig
Traðkar á draumum mínum
Inn í mér Innst; kraumur eldur.
Vítislogar
Urrandi hundar
Geltandi úlfar
Suðandi geitungar
Ég verð að hefna mín
Annars..
Annars..
Er ég ekkert
Sokkin kafbátur
Ófundin tilfinning
Þessvegna gerði ég.. það.

Rindinndimm
Dimmalimm.
Nú kem ég alveg
Inn.
Nú vill enginn mig
Sjá lengur,
Einn og yfirgefinn
Rölti á dauða
Engið
Upp að draumahöll
Bið um frið
Sálargrið

Gef mér þá þögn
Þá rjúkandi kyrrð
Hið eylífa, hvínandi
Hjarta.

Ég vil sjá ljós
Ég vil fanga þann frið
Sem ljáir mér fegurstu myndir
Ljáir mér fögur orð þín.

Ég þori ekki inn ganginn
smeykur við endann.

Rödd:

Á nægu er að taka
Margt er að skoða
Enn er ævi þín ekki á enda

Komdu inn í draumahöll
Draumaheim.

Komdu efst upp, eins langt
Upp og þú kemst.

 
Axel bragi Andrésson
1985 - ...


Ljóð eftir Axel Braga Andrésson

11hugsunin
FAST/AFTURÁBAK/ÁFRAM
Narkissos
draumtreyja
1
Sannleikurinn um lífið
3
IDEA1
IDEA2
MR
IDEA3
4
Bird
EK
Ástand -
Draumahöllinn. Kafli 1