4
Við börðumst
samt sá ég ekki andlitið á þér
vissum báðir hvað við vildum
tókumst á: lausnin var hvergi nærri
öll heimspeki skynseminnar í lamasessi
allt sem snarað hefur, hangandi í snöru
ég hrasaði og datt, fann lykt af glotti
lævísu og loðnu, margnotuðu, breysku
ég reið í gegnum þvogluna og leitaði
lausnar sem var ekki sjáanleg
en eins og lokið væri upp
aldargömlu leyndarmáli
þá hvarf ég sjónar
hélt áfram - gekk minn gang
leyfði mér að gleyma
taka stökk upp á við
var það ekki tilgangurinn?
nú brosi ég og bíð
breyti mér í barsmíðar
kurra á kyrðina
held fast í smíð-andan

 
Axel bragi Andrésson
1985 - ...


Ljóð eftir Axel Braga Andrésson

11hugsunin
FAST/AFTURÁBAK/ÁFRAM
Narkissos
draumtreyja
1
Sannleikurinn um lífið
3
IDEA1
IDEA2
MR
IDEA3
4
Bird
EK
Ástand -
Draumahöllinn. Kafli 1