Hverfandi Jörð
Svartar fjaðrir falla
frá dauðvona frelsinu
fjúka sem ryk
á hverfandi jörð
Það sem áður flaug frjálst
er vængbrotið
Allt sem áður var
er horfið

Sölt tár,
af titrandi himnum kveðja
falla sem bensín
á brennandi jörð
það sem áður var tært,
er eitrað
Allt sem áður var
Er horfið

Eldhugar sofna
frá taktlausu hjarta
Berjast um að sjá
nýjan dag
Það sem áður felldi hug saman
fellir hvort annað.
Allt sem að áður var
Er horfið

 
Hjalti
1985 - ...


Ljóð eftir Hjalta

Ég einn og allir hinir
Samfarir Sveppaskýjana
Ljósastaur
Sandstormur
Söknuður
Blómi Lífsins
Lekaliði
Manná(s)t
Grjót
Rof
Velkomin
Síams
Orðblæti
Biðin
Reykjavík
Skotinn
Gamall maður
Hverfandi Jörð
Við
Fórn