Biturð
Líf mitt er líklegast óskrifað blað
eða hús þar sem enginn er heima,
mannlausi bíllinn sem rennur í hlað
jafnvel hestur sem enginn vill teyma.
Þó margt sé um manninn
og hér hef ég vin minn
þá á endanum alltaf hann fer.
Því sælan er skammvinn
og tárvot er mín kinn,
truflandi tómlegt það er.
Já hugsaðu ljúfur
um niðdimma djúpið
sem skín svo opið við þér.
Ég kýs þú sért hrjúfur
svo þetta gapandi gljúfur
lokist innra með mér.
Já hugsaðu góði
um allsnakið rjóðrið
sem tættir þú laufblöðin af.
Ég kvaldist í hljóði,
þinn enginn var gróði
því hjarta mitt fennti í kaf.
eða hús þar sem enginn er heima,
mannlausi bíllinn sem rennur í hlað
jafnvel hestur sem enginn vill teyma.
Þó margt sé um manninn
og hér hef ég vin minn
þá á endanum alltaf hann fer.
Því sælan er skammvinn
og tárvot er mín kinn,
truflandi tómlegt það er.
Já hugsaðu ljúfur
um niðdimma djúpið
sem skín svo opið við þér.
Ég kýs þú sért hrjúfur
svo þetta gapandi gljúfur
lokist innra með mér.
Já hugsaðu góði
um allsnakið rjóðrið
sem tættir þú laufblöðin af.
Ég kvaldist í hljóði,
þinn enginn var gróði
því hjarta mitt fennti í kaf.