 Draumurinn
            Draumurinn
             
        
    Darraðardans í draumi ég stíg
á dánumanns beinabrotum.
Lyftist frá villtum valsi og flýg
á velþöndum vængjum yfir heldjúpan gíg,
þar fæ ég að eygja mitt eigið víg,
engjast og kominn að þrotum.
Vesæll og veikburða niður ég hníg;
vakna á koddanum votum.
á dánumanns beinabrotum.
Lyftist frá villtum valsi og flýg
á velþöndum vængjum yfir heldjúpan gíg,
þar fæ ég að eygja mitt eigið víg,
engjast og kominn að þrotum.
Vesæll og veikburða niður ég hníg;
vakna á koddanum votum.
    2008

