Stökur
Herskáir vindar hrjóta um jörðu,
hvergi er stingandi strá að sjá.
Leika svo létt, sér að berginu hörðu
að líðandi tíð biður kárann um náð.
---
Ráfa ég einn um öræfaslóðir,
eigi kann ég í kofa að sjá.
Dreymir mig gjarnan um eldheitar glóðir,
góðan brauðhleif og konu mér hjá.
---
Enga á ég von og ekkert þarf.
Auðnin er mín kvon og þessi vísa
er minn einkasonur ævistarf,
upp frá honum aftur mun ég rísa.
hvergi er stingandi strá að sjá.
Leika svo létt, sér að berginu hörðu
að líðandi tíð biður kárann um náð.
---
Ráfa ég einn um öræfaslóðir,
eigi kann ég í kofa að sjá.
Dreymir mig gjarnan um eldheitar glóðir,
góðan brauðhleif og konu mér hjá.
---
Enga á ég von og ekkert þarf.
Auðnin er mín kvon og þessi vísa
er minn einkasonur ævistarf,
upp frá honum aftur mun ég rísa.
'07