Ummerki
það eru fótspor
eftir þig
á heilanum mínum

ekki svona slóð
sem hægt er að
fylgja eftir
heldur svona
óregluleg spor
út um allt

það eru fingraför
eftir þig
á sálinni minni
eins og barnslegt kám
á spegli

ekki eftir
einn og einn
fingur
hér og þar
heldur
þétt fingraför
allsstaðar.
 
Eygló Ida
1980 - ...


Ljóð eftir Eygló

Þegar haustar
Ummerki
Litið til baka
Tungl
Árangur sem erfiði
Blómaregn
við sjóinn
fyrirgefning
taktu mig með..
Innkaupaferð
Fjarlægð
leikrit
móðir
Söknuður
Fyrirhöfn
Þrengsli
nóttin
án titils
...
að lúta að vilja annarra
Góður skaði
Viðleitni
Göltur