Litið til baka
Í mosagróinni laut
lygni ég aftur augunum
hugleiði dagana
sem ég átti
með þér
dagana sem þú sveikst mig
og dagana þegar
gleðin faðmaði okkur
baðaði okkur
bleikum bjarma

í loftinu
svífa ósögð
orðin yfir
og við slítum
þau niður
eitt og eitt
eins og
safarík epli
og neytum þeirra
saman.
 
Eygló Ida
1980 - ...


Ljóð eftir Eygló

Þegar haustar
Ummerki
Litið til baka
Tungl
Árangur sem erfiði
Blómaregn
við sjóinn
fyrirgefning
taktu mig með..
Innkaupaferð
Fjarlægð
leikrit
móðir
Söknuður
Fyrirhöfn
Þrengsli
nóttin
án titils
...
að lúta að vilja annarra
Góður skaði
Viðleitni
Göltur