Óðs manns óður
Þetta er allt sem það á að vera
Þú ert allt sem ég þrái að vera

Þú ert allt það sem mig dreymdi um
Þú ert allt það sem ég þarf
Þú ert allt það sem að ég hugsa um
Þú ert mitt lífs og ævi starf

Ég segji þér allt í endalausu flæði
Starandi kalt við andvaka bæði
þreytt gella og þreyttur gæji
þrotlaus samt í óðs manns æði

Talandi, kyssandi elskandi þig
ég gæti lifað eilífð án þess að skeyta um mig
því dýrð þín er guðleg og hugsun þín falleg
ég vildi að ég gæti opnað mig
og deilt mér með þér alveg

Þetta ljóð er endalaust eins og ást mín til þín
þrátt fyrir að við séum ólík eins og malt og appelsín
þó allt sem ég geti gefið þér sé tilvera mín
þá vildi ég að það væri meira en bara grín
 
Aron Daði Þórisson
1992 - ...


Ljóð eftir Aron Daða Þórisson

Gvuð
Málverk
Verðandi Hverfandi
Börn Kúrekanna
Óðs manns óður
Þú ert sæt :)
Stir Fried
Þriggja krafta kvöld
Vinur minn Ýmir
Samloka.rtf