Þriggja krafta kvöld
Máninn glitrar og jörðin titrar
af litafegurð sem aldrei fyrr.
Baugurinn stór og geislakór,
syngur um hvað "Við erum aldrei kyrr...,,

Ég starði inní auga hans
Ég sá inní hjarta hans
Rauður loginn brann jafnt
á himni sem í huga hans

Gulur og blár verður grænn.
Gulur og blár verður grænn
Ef þú vildir vera svo vænn

Grasið og mánaskin,
himnesk er veröldin.
Himnesk er veröldin,
grasið og mánaskin

Ég vildi aldrei þurfa snúa
aftur aftur
Fara til baka og upplifa það
aftur aftur
Ég þarf að horfa upp, ég þarf að horfa
áfram

Leiðin þangað er leiðin
heim
Leiðin langa er leiðin
heim  
Aron Daði Þórisson
1992 - ...


Ljóð eftir Aron Daða Þórisson

Gvuð
Málverk
Verðandi Hverfandi
Börn Kúrekanna
Óðs manns óður
Þú ert sæt :)
Stir Fried
Þriggja krafta kvöld
Vinur minn Ýmir
Samloka.rtf