Nýtt upphaf
Ég fór að sofa,
vaknaði annarstaðar
í öðrum fötum
aðrar örvar í kringum mig.
Ljósið skein í augun á mér
ég var blind
sá ekki það vonda
það góða var of gott.
Ég varð hrædd,
hrædd við að missa.
Hrædd við að ljósið færi
og svo mundi ég sjá það ljóta.
En það gerðist ekki.
Hann rétti mér sólgleraugu
og við leiddumst saman
inní sólarupprisuna...
lífið okkar var að byrja.  
Lísa Rún Guðlaugsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Lísu Rún Guðlaugsdóttur

Blómin
Ferðataskan!
Nýtt upphaf
Til englablómsins sem beðið er eftir
Takk
Ég er penni lífs míns
Ástarþakkir
TAKK
Að þora að trúa
Ljósið