Jarðsamband
Ef þú ætlar að byggja hátt,
þarftu fyrst að grafa djúpt.
Illt er að glepjast til skýjanna
án þess að eiga sér traustar undirstöður
Flugvélar, sem svífa í lausu lofti,
snúa að endingu til jarðar.
Gervitungl, sem dvelja í þyngdarleysinu,
eru ekki uppspretta neins heldur endurvarpa þau jarðargeislum.
Jurtin, sem teygir anga sína til sólarinnar,
á upptök sín undir yfirborði jarðar og þar á hún rætur sínar.
Ef þú hyggur hátt
en hugar ekki að jarðsambandinu,
er víst að illa fari.
Það hafa nýleg dæmi sannað.
þarftu fyrst að grafa djúpt.
Illt er að glepjast til skýjanna
án þess að eiga sér traustar undirstöður
Flugvélar, sem svífa í lausu lofti,
snúa að endingu til jarðar.
Gervitungl, sem dvelja í þyngdarleysinu,
eru ekki uppspretta neins heldur endurvarpa þau jarðargeislum.
Jurtin, sem teygir anga sína til sólarinnar,
á upptök sín undir yfirborði jarðar og þar á hún rætur sínar.
Ef þú hyggur hátt
en hugar ekki að jarðsambandinu,
er víst að illa fari.
Það hafa nýleg dæmi sannað.