Móðurminning
Á meðan myndin dofnar
og ómurinn hljóðnar

koma þær upp í hugann
ein af annarri,
í smáum brotum;
minningarnar.

Brotin birtast smátt og smátt
eins og lýsi viti í huganum
sem varpar ljósi á orðin.

Orðin falla eitt og eitt
eins og regndropar á lygna tjörn
sem draga hring um kjarna málsins.

Og hringirnir víkka út
eins og merking orðanna
sem dýpkar með tímanum.

Orðin sem koma upp í hugann
tákna það sem í hjartanu býr

harm

söknuð

frið

gleði

þakklæti

ást  
Vandur
1964 - ...


Ljóð eftir Vandan

Langafi minn
Speglun
Hæka
Lítt gefinn fyrir fjallgöngur
Jarðsamband
Fjallahringurinn
Brottnumin
Þaulz
Feigðin
Eins og steinn
Hæka að hausti I
Hæka að vetri I
Hæka að vetri II
Úr kýrhausnum
Móðurminning
Rós og skuggi