Jarðsamband
Ef þú ætlar að byggja hátt,
þarftu fyrst að grafa djúpt.

Illt er að glepjast til skýjanna
án þess að eiga sér traustar undirstöður

Flugvélar, sem svífa í lausu lofti,
snúa að endingu til jarðar.

Gervitungl, sem dvelja í þyngdarleysinu,
eru ekki uppspretta neins heldur endurvarpa þau jarðargeislum.

Jurtin, sem teygir anga sína til sólarinnar,
á upptök sín undir yfirborði jarðar og þar á hún rætur sínar.

Ef þú hyggur hátt
en hugar ekki að jarðsambandinu,
er víst að illa fari.

Það hafa nýleg dæmi sannað.
 
Vandur
1964 - ...


Ljóð eftir Vandan

Langafi minn
Speglun
Hæka
Lítt gefinn fyrir fjallgöngur
Jarðsamband
Fjallahringurinn
Brottnumin
Þaulz
Feigðin
Eins og steinn
Hæka að hausti I
Hæka að vetri I
Hæka að vetri II
Úr kýrhausnum
Móðurminning
Rós og skuggi