Brottnumin
Þú varst hrifin á brott
frá grasmjúkum hólmunum
út í sæbarinn klettinn.

Mýktin í fasi þínu
tókst á við
harða lund þursins

Það var sem klakabundið hjarta hans
kenndi yls að nýju.

Í það minnsta er um það talað
enn í dag,
hve sárt hann grét þig gengna.
 
Vandur
1964 - ...


Ljóð eftir Vandan

Langafi minn
Speglun
Hæka
Lítt gefinn fyrir fjallgöngur
Jarðsamband
Fjallahringurinn
Brottnumin
Þaulz
Feigðin
Eins og steinn
Hæka að hausti I
Hæka að vetri I
Hæka að vetri II
Úr kýrhausnum
Móðurminning
Rós og skuggi