

Þú varst hrifin á brott
frá grasmjúkum hólmunum
út í sæbarinn klettinn.
Mýktin í fasi þínu
tókst á við
harða lund þursins
Það var sem klakabundið hjarta hans
kenndi yls að nýju.
Í það minnsta er um það talað
enn í dag,
hve sárt hann grét þig gengna.
frá grasmjúkum hólmunum
út í sæbarinn klettinn.
Mýktin í fasi þínu
tókst á við
harða lund þursins
Það var sem klakabundið hjarta hans
kenndi yls að nýju.
Í það minnsta er um það talað
enn í dag,
hve sárt hann grét þig gengna.