Mannskepnan
Hafið það var himinblátt
og hlýir austan vindar,
léku létt um græna jörð
og hvíta fjallatinda.
Dýrin bæði stór og smá
öll þau voru saman,
manninn ekki þekktu þá
og lífið það var gaman.
En ávallt vildu aparnir
reyna nýtt að kanna,
og eftir nokkur milljón ár
þeir fylgdu siðum manna.
Var þar kominn maðurinn
sem strax á fyrstu dögum
braut öll heimsins boð og bönn
og hlýddi ekki lögum.
Hann hneppti allt í þrældóm sinn
og vildi ríkjum ráða
og hugsaði ei um annað en að
borða, sofa og fáða.
Með heila yfir önnur dýr
og viljann til að eyða
það tók hann ekki langa tíð
dýrin öll að deyða.
Hann ruddist yfir skóg og tún
og flatti landið niður
dag og nótt hann hafðist við
svo ei var stundarfriður.
Hann byggði þar upp borgirnar
þær himinháu strýtur
sem dýrum jarðar flestum fannst
allra versti lýtur.
Næst skal líta í eigin barm
því nútíminn er gleymskur
og efast ekki um staðreynd þá
hve maðurinn er heimskur.
Því mest er heimskan nú í dag
er ófriður angana teygir
og ekki má sjá hér friðsælt land
svo langt sem að augað eygir.
Allir eltast við annan mann
sama hvað um er að ræða
þó eitt er þar skilyrði sett með því
að öðrum verður að blæða.
Því fávís er sérhver fylking hér
sem fetar í kanans sporin
og sér ei hið illa á eftir er
spillingin og sorinn.
Allt hefur staðla og númer í dag
ekki er um annað að ræða.
farsímar, tölvur og nýjasta glans
en sú ógnar mæða.
Þrátt fyrir allt sem að hér er nefnt
má ætíð í það vísa
að ekki er alslæm mannana dvöl
á plánetu elda og ísa.
Menn eru máské flestir eins
en sumir úr hópnum skera,
Gandhi og Lama svo eitthvað sé nefnt
vildu allt fyrir alla gera.
Ef minnst er á marga merkismenn
er þó eitt sem að einkennir alla
að eftir allan þann frægðarfans
niðrávið tekur að halla.
Ég gæti eflaust grátið það
og greypt í sorgardalinn
hve feikilega fræknir menn
fallið hafa´í valinn.
En engu´að síður er mér tamt
að minnast þeirra manna
sem eyddu sínum æviveg
vísindin að kanna.
Gleymum ekki mönnum þeim
er dyggðir sínar tömdu
og gáfust ekki upp á þeim
sem voðaverkin frömdu.
Því er ekki allt svo slæmt
sem einkennir mannanna setu
því flestir hafa sér til halds
framsækni ,dugnað og getu.
Þrátt fyrir nýskeðar hörmungar
mun helförin eigi þverra
í komandi tækni framtíðar
munu æ fylgja vopn til hins verra.
Því fátt er það góða í heimi hér
sem vegur minna en skildi,
en kærleikur, gleði, ást og sorg
eru sannlega lífsins gildi.
og hlýir austan vindar,
léku létt um græna jörð
og hvíta fjallatinda.
Dýrin bæði stór og smá
öll þau voru saman,
manninn ekki þekktu þá
og lífið það var gaman.
En ávallt vildu aparnir
reyna nýtt að kanna,
og eftir nokkur milljón ár
þeir fylgdu siðum manna.
Var þar kominn maðurinn
sem strax á fyrstu dögum
braut öll heimsins boð og bönn
og hlýddi ekki lögum.
Hann hneppti allt í þrældóm sinn
og vildi ríkjum ráða
og hugsaði ei um annað en að
borða, sofa og fáða.
Með heila yfir önnur dýr
og viljann til að eyða
það tók hann ekki langa tíð
dýrin öll að deyða.
Hann ruddist yfir skóg og tún
og flatti landið niður
dag og nótt hann hafðist við
svo ei var stundarfriður.
Hann byggði þar upp borgirnar
þær himinháu strýtur
sem dýrum jarðar flestum fannst
allra versti lýtur.
Næst skal líta í eigin barm
því nútíminn er gleymskur
og efast ekki um staðreynd þá
hve maðurinn er heimskur.
Því mest er heimskan nú í dag
er ófriður angana teygir
og ekki má sjá hér friðsælt land
svo langt sem að augað eygir.
Allir eltast við annan mann
sama hvað um er að ræða
þó eitt er þar skilyrði sett með því
að öðrum verður að blæða.
Því fávís er sérhver fylking hér
sem fetar í kanans sporin
og sér ei hið illa á eftir er
spillingin og sorinn.
Allt hefur staðla og númer í dag
ekki er um annað að ræða.
farsímar, tölvur og nýjasta glans
en sú ógnar mæða.
Þrátt fyrir allt sem að hér er nefnt
má ætíð í það vísa
að ekki er alslæm mannana dvöl
á plánetu elda og ísa.
Menn eru máské flestir eins
en sumir úr hópnum skera,
Gandhi og Lama svo eitthvað sé nefnt
vildu allt fyrir alla gera.
Ef minnst er á marga merkismenn
er þó eitt sem að einkennir alla
að eftir allan þann frægðarfans
niðrávið tekur að halla.
Ég gæti eflaust grátið það
og greypt í sorgardalinn
hve feikilega fræknir menn
fallið hafa´í valinn.
En engu´að síður er mér tamt
að minnast þeirra manna
sem eyddu sínum æviveg
vísindin að kanna.
Gleymum ekki mönnum þeim
er dyggðir sínar tömdu
og gáfust ekki upp á þeim
sem voðaverkin frömdu.
Því er ekki allt svo slæmt
sem einkennir mannanna setu
því flestir hafa sér til halds
framsækni ,dugnað og getu.
Þrátt fyrir nýskeðar hörmungar
mun helförin eigi þverra
í komandi tækni framtíðar
munu æ fylgja vopn til hins verra.
Því fátt er það góða í heimi hér
sem vegur minna en skildi,
en kærleikur, gleði, ást og sorg
eru sannlega lífsins gildi.
Þetta er í raun ekki alveg fullgert en ég hyggst laga það hvað varðar stuðla og fleira..