

sólin gyllti gervilegar skreytingar í Bourbon stræti
í franska hverfinu í New Orleans
þar sem ég gekk
annarshugar
á eftir
hvítskeggjuðum jólasveininum
- uppáklæddum
innan um peysugráan almúgann
þetta var enginn íslenskur afdalasveinn
heldur Santa Claus í öllu sínu veldi
við stöldruðum við
á götuhorni
hlustuðum stundarkorn
saman
tvö
á unga pilta
syngja frá hjartanu
tilfinningaþrunginn blús
eins og ég
var hann langt að kominn
fótgangandi og í svörtum skóm
hvað veit ég um hvort hann vissi hvert hann var að fara?
í franska hverfinu í New Orleans
þar sem ég gekk
annarshugar
á eftir
hvítskeggjuðum jólasveininum
- uppáklæddum
innan um peysugráan almúgann
þetta var enginn íslenskur afdalasveinn
heldur Santa Claus í öllu sínu veldi
við stöldruðum við
á götuhorni
hlustuðum stundarkorn
saman
tvö
á unga pilta
syngja frá hjartanu
tilfinningaþrunginn blús
eins og ég
var hann langt að kominn
fótgangandi og í svörtum skóm
hvað veit ég um hvort hann vissi hvert hann var að fara?
í lok nóvember 2012 - í New Orleans
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi