

Í skjóli nætur, húmi þeirrar líðandi stundar
staulast ég áfram skref fyrir skref
leita stuðnings - en finn hvað innra mér blundar
ógeð á öllu sem fyrir mig ber
Yfir vitgrönnum verum bölsýnn ég blygðast
velti vöngum hver tilurðin er
brandskuða leita til varhygðar friðar
inn fyrir eigin þungbúna þel
Í sorta bliks minna augna er von sem mig sefar
þann sviða, þá vá sem í brjósti ég ber
en sýn mín mig vekur og skekinn ég sé að
borin er von mín og kraftur minn þverr
staulast ég áfram skref fyrir skref
leita stuðnings - en finn hvað innra mér blundar
ógeð á öllu sem fyrir mig ber
Yfir vitgrönnum verum bölsýnn ég blygðast
velti vöngum hver tilurðin er
brandskuða leita til varhygðar friðar
inn fyrir eigin þungbúna þel
Í sorta bliks minna augna er von sem mig sefar
þann sviða, þá vá sem í brjósti ég ber
en sýn mín mig vekur og skekinn ég sé að
borin er von mín og kraftur minn þverr