Upprisa vinar
Úr vegferð myrkurs er að mörgu að hyggja
því margt þarf að laga, reisa og byggja
bæla burt myrkur með ljósinu bjarta
dýrmæta lífinu þú ávallt skalt skarta
Við endurfundi skín ljósið svo skært
þakklæti og gleðinnar ómur
Í sálinni kemur friður svo vært
hinn tæri lífsins hljómur
Í birtunni er tónninn svo fagur
margbreytilegur, svo hreinn og glaður
Því eins og bjartur sumardagur
er Bjarni Trygga okkar maður
því margt þarf að laga, reisa og byggja
bæla burt myrkur með ljósinu bjarta
dýrmæta lífinu þú ávallt skalt skarta
Við endurfundi skín ljósið svo skært
þakklæti og gleðinnar ómur
Í sálinni kemur friður svo vært
hinn tæri lífsins hljómur
Í birtunni er tónninn svo fagur
margbreytilegur, svo hreinn og glaður
Því eins og bjartur sumardagur
er Bjarni Trygga okkar maður