Hey Guð!!
Hey Guð

Sestu nú niður með mér Guð,
milda vináttu þína ég virði.
Ekki vil ég vera með neitt suð,
og alls ekki vera þér nein byrði.

Ég hef gefið þér frekar lítinn tíma,
og bænum mínum sjaldan til þín beint.
Helst hefði ég viljað ná í þig í síma,
en margoft hef ég það nú reynt.

Nú vil ég við þig ræða,
á andlegum nótum ef þú vilt.
Ekki ætla ég þig að hræða,
en viltu hlusta á þennan pilt.

Eftir þínum ráðum vil ég fara,
en aðeins ef þau eru góð.
En ef þú átt betri til vara,
þá vil ég gjarnan komast í þann sjóð.

Mig finnst við teljast nú til vina,
styrkur minn mun styrkja þig.
Nú hættir þú að hugsa um hina,
því þú mátt bara hugsa um mig

Ég hef heyrt því fleygt að þú sért manna mestur,
svo það gleður mig að kynnast þér.
Svo segja margir að í fasi sértu bestur,
og það vil ég nú að þú kennir mér.

En þó er það eitt,
kannski er það bara ég.
Þér finnst það kannski ekki neitt,
en ég vil trúa því sem ég sé.

Ég skal sýna þér hvað ég get,
og engu skal ég þér leyna.
Ég skal færa þyngsli um eitt fet,
gaman þætti mig sjá þig það reyna.

Svolitlu láni hef ég átt að fagna,
heiðarleg og einlæg er sál mín þekkt.
Mér finnst þú þó alltaf þagna,
þegar lífið hefur sál mína hrekkt.

En það er ekki þér að kenna,
þótt að stundum líði mér illa.
Þegar ég á rassinn er að renna,
þá kenni ég þér um þann kvilla.

En í raun þá veit ég betur,
ég trúi því að þú sért ekki svo slæmur.
Því mér þú próf à hverjum degi setur,
og kennir mér að elska mig í ræmur.

En þú mátt þó vita eitt,
að í raun þá ertu hluti af mér.
Ég þykist bara ekki vita neitt,
þegar ég finn lyktina af þér.

Þú ert mér ávalt nærri,
líkt og skugginn sem alla eltir.
Þvî fer nú aldeilis fjærri,
að þú líf mitt eilíft heltir.

Við höfum gefið hvor öðrum svo margt,
svo mikla ást sem er svo fögur,
Þegar lífið verður huga mínum hart,
þà eigum við alltaf börnin mín fjögur.
 
Þ.j.
1965 - ...


Ljóð eftir Þ.j.

Húsið og ég
Óður til jarðar
Að elska er einfalt
Stjörnur
Fegurð
Þingvallarljóð á Jónsmessu
Söngur hafsins
Ljóðið til Evu
Ég
Ljóð um konu
Barn undir belti
Barn undan belti
Hey Guð!!
Börnin mín
Þegar ég var
Móðir mín
Systkini mín
Þögult hróp