Þegar ég var
Tætt sálin tignalega stígur niður fótum,
tígurlegan líkamann hann elur.
Hamingjuna hann rífur upp með rótum,
og ræflinum sál sína selur.
Í lausu lofti sál hans svífur,
stolt hans er inn að beini sorfið.
Vesæla tilveruna hann taumlaust rífur,
tækifærin hafa fyrir löngu horfið.
Harmur hans hugann nístir,
hláturinn ómar fortíðinni í.
Hamingjan sem þú forðum hýstir,
hraktist burt og fór fyrir bí.
Þar sem áður var skarpur hugur,
syngur heimskan nú laglausan tón.
Þar sem áður var stolt og dugur,
situr nú sakbitið vesælt flón.
Í hljóðum huga grætur sú sál,
hógvær með skapið sitt stóra.
Margt áður logaði þar mikið bál,
sem magnþrota reynir nú að tóra.
Vofur fortíðar fönguðu mig,
fegurð andans fjaraði út.
Sálin fór að hata sjálfa sig,
og setti líf mitt í einn hnút.
Þótt ég ástina hafi aldrei snert,
þá mun ég aldrei hætta að leita.
Það sem huga minn hefur hert,
er hjarta sem ást mun lífinu veita.
tígurlegan líkamann hann elur.
Hamingjuna hann rífur upp með rótum,
og ræflinum sál sína selur.
Í lausu lofti sál hans svífur,
stolt hans er inn að beini sorfið.
Vesæla tilveruna hann taumlaust rífur,
tækifærin hafa fyrir löngu horfið.
Harmur hans hugann nístir,
hláturinn ómar fortíðinni í.
Hamingjan sem þú forðum hýstir,
hraktist burt og fór fyrir bí.
Þar sem áður var skarpur hugur,
syngur heimskan nú laglausan tón.
Þar sem áður var stolt og dugur,
situr nú sakbitið vesælt flón.
Í hljóðum huga grætur sú sál,
hógvær með skapið sitt stóra.
Margt áður logaði þar mikið bál,
sem magnþrota reynir nú að tóra.
Vofur fortíðar fönguðu mig,
fegurð andans fjaraði út.
Sálin fór að hata sjálfa sig,
og setti líf mitt í einn hnút.
Þótt ég ástina hafi aldrei snert,
þá mun ég aldrei hætta að leita.
Það sem huga minn hefur hert,
er hjarta sem ást mun lífinu veita.