heima
Einn, tveir, þrír...
mig langar ekki heim
mamma heldur að ég sé hýr
og pabbi kallar mig leim.

Fjórir, fimm, sex...
Mikið er ég orðinn svangur
Afsakið áttu nokkuð kex?
Dagurinn er búinn að vera svo langur.

Sjö, átta, níu...
ó hvað ég vildi að þú værir hér
þá fengi ég að finna hlýju
en þú myndir aldrei sitja hér hjá mér.

Túkall, ellevu, tólf...
lögreglan rak mig burt
inn í fagurt fangahólf
fagurt eða ekki ég læt það nú kjurt.

Þrettán, fjórtán, fimmtán...
brennivínið dýrt er í dag
kanski gæti ég tekið lán
eða væri það í minn hag?

Sextán, Sautján, átján...
mikið sakna ég þín
þetta vín er algert rán
vindurinn hvín og aldrei verður þú mín.

 
Inga Sjöfn
1998 - ...


Ljóð eftir Ingu Sjöfn

Ég
Engum líkur
hræsnari
Pabbi
Von
Dóttir
Ég hlakka til
.
Nei
viti menn
Ég á mig ein
heima
Nýja stelpan þín
Föst
Ég fyrirgef þér
Unglingurinn í mér
Í takt við lagið
Djammarinn
Er ég loksins komin heim?
Loforð
Ef ég fer í nótt veistu hvers vegna.
vinkonuráð
Sólarlagið
Sannleikurinn er sýnilegur
Hans orð.
Þú tapaðir