Unnar Stefánsson 60 ára
Öll þið eflaust þekkið Unnar
hann var trésmiður í den
síðan þingmaður að austan
og hann dreymir um það enn.
En þingið gerð\'ann oft svo æstan
að honum engin héldu bönd
og í einum af sínum ræðuhöldum
sleit hann axlabönd.

Hann var þekktur fyrir sín ræðuhöld
og þegar hann sá ræðupúlt
hann stóð þar fram á kvöld.

Svo var það um eitt árið
hann fór að skrifa í blað
já, kratamannaflokkurinn
hann hafð\'ann út í það.
En þar gerði hann allt vitlaust
og æddi um ritvöll
og eftir eina æsigrein
þá heyrðust hróp og köll.

Hann var þekktur fyrir sín greinarskrif
en eftir eina helgina
þá sneri hann sér við.

Árið fimmtíu og níu
þá fann hann sambandið
og fór að skrifa fundargerðir
fyrir stjórnarlið.
Og vinnan gerði hann oft svo æstan
já, fram á kvöldin dimm
og núna eru vinnuárin
orðin þrjátíu og fimm.

Já, hann er þekktur fyrir heilbrigða sál
og sex sinnum á ári kom\'út
Sveitarstjórnarmál.
 
Ingibjörg Hinriksdóttir
1963 - ...
Sungið í afmælisveislu vinar míns og vinnufélaga, Unnars Stefánssonar, ritstjóra Sveitarstjórnarmála. Lagið sem sungið er við segir sig sjálft.


Ljóð eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur

Lestin brunar - endalaust ferðalag tímans
Tilbrigði við Stein II
Gatan
Ástina sína að finna
Ástarör í hjarta
Hnappurinn
Draumur um sannleika
Verndarengill
Unnar Stefánsson 60 ára
Sigfríður leggur skóna á hilluna ´97