Er Myrkrið Kyssti Kinn Næturinnar
Svartnættið gleypti þig í nótt
er myrkrið kyssti kinn næturinnar.
Það hvíslaði að þér og sagði:
“Ég er kominn til að sækja þig, til að færa guðunum.”
Þögull þú spurðir: “Hvert er förinni heitið?”
“Við munum taka þig inn í tómið þar sem
þögnin ríkir, þar sem friður fyllir vit í kyrrð rökkuróar.”
Í tilgangleysinu þú hringsólaðir
og gleymdir að spyrja sólina um von.
Vetrarhúm janúars tók þig þess í stað og gleypti,
er sólin hopaði fyrir grýlukertum sálar þinnar.
En dagur rís og degi mun halla á ný,
er hríðir janúars koma aftur
fyrir hvern mann að þrauka.
er myrkrið kyssti kinn næturinnar.
Það hvíslaði að þér og sagði:
“Ég er kominn til að sækja þig, til að færa guðunum.”
Þögull þú spurðir: “Hvert er förinni heitið?”
“Við munum taka þig inn í tómið þar sem
þögnin ríkir, þar sem friður fyllir vit í kyrrð rökkuróar.”
Í tilgangleysinu þú hringsólaðir
og gleymdir að spyrja sólina um von.
Vetrarhúm janúars tók þig þess í stað og gleypti,
er sólin hopaði fyrir grýlukertum sálar þinnar.
En dagur rís og degi mun halla á ný,
er hríðir janúars koma aftur
fyrir hvern mann að þrauka.
2008