

Grýttur grjóti í himnesku torgi hugans
flaug á vængjum á flótta dauðans.
Í brynju klæddur skreið í rökkri
skreið með grímu meðfram veggjum.
Í lífi dauðans drifinn af ótta
skelfdur af hræðslu hversdagsleikans.
Í tilvistar stríði stunginn í bakið
særður af orðum samfélagsins.
Í greipum dauðans í skotgröf grafinn
reyndi að anda hinsta andardráttinn.
Höfuðlaus hermaður einn út í horni
var með eitt lítið, titrandi tár.
flaug á vængjum á flótta dauðans.
Í brynju klæddur skreið í rökkri
skreið með grímu meðfram veggjum.
Í lífi dauðans drifinn af ótta
skelfdur af hræðslu hversdagsleikans.
Í tilvistar stríði stunginn í bakið
særður af orðum samfélagsins.
Í greipum dauðans í skotgröf grafinn
reyndi að anda hinsta andardráttinn.
Höfuðlaus hermaður einn út í horni
var með eitt lítið, titrandi tár.
Gamalt ljóð eftir Vilmar Pedersen.