Óvissa innst í hugarórum hundrað og eins og á sem rennur niður laugaveginn
Á mánudegi sem mæðir
liggjandi í sjálfs ælu egóssins
í morgunskímu
forarpytts þynnkunnar
sem öskrar á spegilmyndina
sem hangir enn skökk upp á vegg:
"afhverju!" "afhverju!"
ómandi í tvíóma síbylju
þess sem var
upphrópað gjört
í dreggjum dagsins
sem hjartað bræðir.
á mánudegi sem mæðir
brjálið að hausti
steindauð lafandi visnuð laufblöð melónkólíunnar
fyllt með dassi af jazzaðri óvissu
innst í hugarórum
hundrað og eins og
á sem rennur niður laugaveginn
stífluð í krömdu hjarta lyginnar
sem enn pumpar spenntum spennitreyjublús
í sjúkum borgarsykri óttanns.
eins og lirfa á mánudegi
í lygavef
ofnum af púpu örlaganna
mun ekki undrast
fyllingu kalkúnans
ef gróa á leyti
fer á ferðalag
munna á milli tanna
orðagleypir borðar og meltir
mánudaginn sem mæðir
bræðir og herjar
á titrandi taugafrumur
sem haldnar eru skjálfandi stjarfklofa
mánudagsins sem mæðir.
liggjandi í sjálfs ælu egóssins
í morgunskímu
forarpytts þynnkunnar
sem öskrar á spegilmyndina
sem hangir enn skökk upp á vegg:
"afhverju!" "afhverju!"
ómandi í tvíóma síbylju
þess sem var
upphrópað gjört
í dreggjum dagsins
sem hjartað bræðir.
á mánudegi sem mæðir
brjálið að hausti
steindauð lafandi visnuð laufblöð melónkólíunnar
fyllt með dassi af jazzaðri óvissu
innst í hugarórum
hundrað og eins og
á sem rennur niður laugaveginn
stífluð í krömdu hjarta lyginnar
sem enn pumpar spenntum spennitreyjublús
í sjúkum borgarsykri óttanns.
eins og lirfa á mánudegi
í lygavef
ofnum af púpu örlaganna
mun ekki undrast
fyllingu kalkúnans
ef gróa á leyti
fer á ferðalag
munna á milli tanna
orðagleypir borðar og meltir
mánudaginn sem mæðir
bræðir og herjar
á titrandi taugafrumur
sem haldnar eru skjálfandi stjarfklofa
mánudagsins sem mæðir.
"Mánudagur til mæðu"