

Treysti fyrir tilfinningum, titraði af ótta
falinn inn í fortíðinni, kallaði á flótta
flaug inn í fortíðina, staldraði hjá; "ég skal gá!"
Sveif um með skugga verum með skjálfandi brosi
í klæddist hvítum kufli, að handan fékk hjálp
flaug inn í framtíðina, staldraði hjá; "ég skal gá!"
Jarðtengdur engill, sogaðist á loft
jarðsprengjur sprungu, sprakk upp í loft.
Skyggndist handan hornsins, sá hver var þar
hann vildi segja sögur, um framtíðarsál.
en hjartað hamaðist á móti
hulunni var upp lokið
þó að sögunni væri lokið.
Kallaði á máttinn
og kristallaði kraftinn
ræturnar spruttu
niður í jörðina réttu
jarðtengdur engill sogaðist á loft
jarðsprengjur sprungu sprakk upp í loft.
falinn inn í fortíðinni, kallaði á flótta
flaug inn í fortíðina, staldraði hjá; "ég skal gá!"
Sveif um með skugga verum með skjálfandi brosi
í klæddist hvítum kufli, að handan fékk hjálp
flaug inn í framtíðina, staldraði hjá; "ég skal gá!"
Jarðtengdur engill, sogaðist á loft
jarðsprengjur sprungu, sprakk upp í loft.
Skyggndist handan hornsins, sá hver var þar
hann vildi segja sögur, um framtíðarsál.
en hjartað hamaðist á móti
hulunni var upp lokið
þó að sögunni væri lokið.
Kallaði á máttinn
og kristallaði kraftinn
ræturnar spruttu
niður í jörðina réttu
jarðtengdur engill sogaðist á loft
jarðsprengjur sprungu sprakk upp í loft.
Gamalt