Daufblinda (Ósjálfráður spuni I)
Kisulóra hvíslaði að mér:
"Gefa gömlu drasli nýja sál
(þó ekki af gamla skólanum)"
geng niðrá bakka
svo niðrí fjöru
ríf upp þara og sleiki hann
jú tungan verður líka dofinn af saltinu
eins og mín eigin sál undanfarið
sé hana
þarna er kistan
slæ með þaranum á lokið
hún er full þessi kista
af sál
opna hana
er svo viss
svo óhræddur
verð að segja frá því
fann þig í biblíunni um daginn
þó ekki í Davíðssálmum
hún svífur inní eyrun mín
hún er daufblind
í mér
til heilla
á nýrri öld
fyrir nýrri baráttu kyndilsins.
"Gefa gömlu drasli nýja sál
(þó ekki af gamla skólanum)"
geng niðrá bakka
svo niðrí fjöru
ríf upp þara og sleiki hann
jú tungan verður líka dofinn af saltinu
eins og mín eigin sál undanfarið
sé hana
þarna er kistan
slæ með þaranum á lokið
hún er full þessi kista
af sál
opna hana
er svo viss
svo óhræddur
verð að segja frá því
fann þig í biblíunni um daginn
þó ekki í Davíðssálmum
hún svífur inní eyrun mín
hún er daufblind
í mér
til heilla
á nýrri öld
fyrir nýrri baráttu kyndilsins.
Gamalt ljóð tileinkað daufblindu sálinni.