Dánarfregn (Til minningar um Kurt Cobain)
Hann hlóð og kvaddi
hann horfði inn í hlaupið
en það var eitthvað að
í örvæntingu manns
hann reyndi að hleypa af
en gikkurinn stóð í stað!
Hann lifði í lífi
aumkunarverðs klaufa
í svartnætti dauðans
hann átti drauma
en síðasta haldreipið var að
að gikkurinn stæði í stað!
En þeir deyja ungir
sem guðirnir elska
og tárin þau falla
en hver mun þau þerra
er hinsta kveðja lífsins
gengur í garð
þegar gikknum
er hleypt af og
hleypur af stað!
Ég mun minnast hans
og virða hann
fyrir það sem hann var
og það sem hann verður
eins og hann var
og eins og hann er
því hann fór hvergi
því minning hans lifir sem
eilífur frjáls andi - eilíf frjáls sál!
hann horfði inn í hlaupið
en það var eitthvað að
í örvæntingu manns
hann reyndi að hleypa af
en gikkurinn stóð í stað!
Hann lifði í lífi
aumkunarverðs klaufa
í svartnætti dauðans
hann átti drauma
en síðasta haldreipið var að
að gikkurinn stæði í stað!
En þeir deyja ungir
sem guðirnir elska
og tárin þau falla
en hver mun þau þerra
er hinsta kveðja lífsins
gengur í garð
þegar gikknum
er hleypt af og
hleypur af stað!
Ég mun minnast hans
og virða hann
fyrir það sem hann var
og það sem hann verður
eins og hann var
og eins og hann er
því hann fór hvergi
því minning hans lifir sem
eilífur frjáls andi - eilíf frjáls sál!
Til minningar og heiðurs Kurt Kobain og öllum þeim sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Gamalt ljóð skrifað cirka 1995-1997.