15. Janúar 2004 - "Var Ástin Blind?"
Í gær var -7 stiga gaddur
en í dag er 7 stiga hiti í helvíti
og ég er að kikna úr hræðslu
lyfjabreytinga á Lithium
sem blasir við 9 dögum fyrir jól
15 dögum fyrir brottför ástarinnar
sem ég óttast meira en helvítið sjálft
að hún komi ekki aftur?
ætti ég að drekka í mig hita
í ölvímu jólanna?
eða ætti ég að þrauka þjáningar
einangrunar og einveru
í gaddi óttans
um að von mín rætist
í -7 stiga gaddi
þann 15.janúar?
"Var ástin blind?"...
þangað til skelf ég
í hitastigs sveiflum
desember mánaðar
á milli birtu og rökkurs
sem nær skammdegis hámarki
þann 21. "ekki satt?"
25 dagar fyrir hjarta sjónina
að komast að: "hvort ástin var blind?"
en í dag er 7 stiga hiti í helvíti
og ég er að kikna úr hræðslu
lyfjabreytinga á Lithium
sem blasir við 9 dögum fyrir jól
15 dögum fyrir brottför ástarinnar
sem ég óttast meira en helvítið sjálft
að hún komi ekki aftur?
ætti ég að drekka í mig hita
í ölvímu jólanna?
eða ætti ég að þrauka þjáningar
einangrunar og einveru
í gaddi óttans
um að von mín rætist
í -7 stiga gaddi
þann 15.janúar?
"Var ástin blind?"...
þangað til skelf ég
í hitastigs sveiflum
desember mánaðar
á milli birtu og rökkurs
sem nær skammdegis hámarki
þann 21. "ekki satt?"
25 dagar fyrir hjarta sjónina
að komast að: "hvort ástin var blind?"
Gamalt ljóð skrifað árið 2004 um það bil.