

Hvernig væri að allir
englar alheimsins
(já þú líka!)
flygju nú saman
í oddaflugi
í háloftunum
á vængjum orðanna
með mætti frjóleikans
skrifað af reynslu
viskubrota úr
gluggum hugans
annara heima,
annara vídda
annara geima
allra valla
alheims Valhallar
svo gætum við lent á
mjúkum blaðsíðum
kyrrðar rökkuróar
fjarlægra plánetna
gefin út á prenti
af ljósstaf
alsherjargoðsins
sem mun heiðra
minningu ykkar
engla alheimsins
í festingum
himinbjartrar nætur
bláu stjarnanna
við sundin blá.
englar alheimsins
(já þú líka!)
flygju nú saman
í oddaflugi
í háloftunum
á vængjum orðanna
með mætti frjóleikans
skrifað af reynslu
viskubrota úr
gluggum hugans
annara heima,
annara vídda
annara geima
allra valla
alheims Valhallar
svo gætum við lent á
mjúkum blaðsíðum
kyrrðar rökkuróar
fjarlægra plánetna
gefin út á prenti
af ljósstaf
alsherjargoðsins
sem mun heiðra
minningu ykkar
engla alheimsins
í festingum
himinbjartrar nætur
bláu stjarnanna
við sundin blá.
Til Minningar um "Palla" úr "Englum Alheimsins" og öllum hinum englunum sem eftirlifa og farið hafa yfir móðuna miklu. Hvíl í friði.