

Lægðin yfirþyrmandi
niður á mínar herðar fellur
frá grámyglu skýjuðum himninum
sem öskrar á mig
blákalt kolsvart og ég
fell niður á
næstu línu kylliflatur.
Yfirbugaður spyr ég ímyndaðan hugann:
"hefur of mikið verið lagt á mínar herðar?"
en þá máltækið svarar mér um hæl
með háðslegu glotti:
"Guð leggur ekki meira á herðar fólks
en það getur borið"
ég svara þá Guði: "Guð minn góður,
þú hefur fellt mig niður á...
neðstu línu helvítis!
niður á mínar herðar fellur
frá grámyglu skýjuðum himninum
sem öskrar á mig
blákalt kolsvart og ég
fell niður á
næstu línu kylliflatur.
Yfirbugaður spyr ég ímyndaðan hugann:
"hefur of mikið verið lagt á mínar herðar?"
en þá máltækið svarar mér um hæl
með háðslegu glotti:
"Guð leggur ekki meira á herðar fólks
en það getur borið"
ég svara þá Guði: "Guð minn góður,
þú hefur fellt mig niður á...
neðstu línu helvítis!
Gamalt ljóð frá árunum 2003-2004