

Ég flýt
ég á mér ekki viðreisnar von
ég flý
ég er sjálfum mér verstur
á vit
minna eigin brostinna drauma
ég flýt inn í mig á ný.
í faðmi
þráhyggju og falskra vona
leita
á mið löngu liðinna tíma
leita
á mið minna eigin dagdrauma
inn í mitt líf aftur ég sný.
Hann flýtur
án
viðreisnar vonar.
Hann flýr
á vit
brostinna drauma
í faðmi
þrár
og falskrar vonar
hann leitar á mið
liðinna tíma
og gamalla dagdrauma.
ég á mér ekki viðreisnar von
ég flý
ég er sjálfum mér verstur
á vit
minna eigin brostinna drauma
ég flýt inn í mig á ný.
í faðmi
þráhyggju og falskra vona
leita
á mið löngu liðinna tíma
leita
á mið minna eigin dagdrauma
inn í mitt líf aftur ég sný.
Hann flýtur
án
viðreisnar vonar.
Hann flýr
á vit
brostinna drauma
í faðmi
þrár
og falskrar vonar
hann leitar á mið
liðinna tíma
og gamalla dagdrauma.
Gamalt ljóð eftir Villta Tryllta Villa.