Orðaglíma (Lengri útgáfa)
Ljáðu ljóðum vængi orða
láttu fljúga hátt
Límdu í línu orðaforða
ljóðskáldi gefðu mátt
Láttu berast um víðan völl
láttu fljúga um land og fjöll.
Láttu eigi sannleikann ljúga
leyfðu frekar frelsi orða að fljúga.
Láttu frelsi orða ferðast
um fjöll og firnindi í landi vors.
Í skini og skúrum lát upp veðrast
ljáðu ljóðum vængi, orða þors.
Ljáðu orðum vængi ljóða
leyfðu hljóðum orða að hljóma.
Þegar dimmir að kolsvart myrkur
þá ljóðahljóð er tífaldur styrkur.
Svo láttu hljóma óma af fegurð hátt
með ljóðahljóða sóma ljóðrænum krafti og mátt.
Þetta er orðin óttaleg orðaglíma
þó á þetta blað ég er samt búinn að yrkja orð í ljóð og þessar örfáu setningar líma.
Nei, nú er ég farinn aftur að ríma
nú er ég hættur þetta er orðin ein allsherjar
forn íslensk ljóðahljóða orðaglíma.
láttu fljúga hátt
Límdu í línu orðaforða
ljóðskáldi gefðu mátt
Láttu berast um víðan völl
láttu fljúga um land og fjöll.
Láttu eigi sannleikann ljúga
leyfðu frekar frelsi orða að fljúga.
Láttu frelsi orða ferðast
um fjöll og firnindi í landi vors.
Í skini og skúrum lát upp veðrast
ljáðu ljóðum vængi, orða þors.
Ljáðu orðum vængi ljóða
leyfðu hljóðum orða að hljóma.
Þegar dimmir að kolsvart myrkur
þá ljóðahljóð er tífaldur styrkur.
Svo láttu hljóma óma af fegurð hátt
með ljóðahljóða sóma ljóðrænum krafti og mátt.
Þetta er orðin óttaleg orðaglíma
þó á þetta blað ég er samt búinn að yrkja orð í ljóð og þessar örfáu setningar líma.
Nei, nú er ég farinn aftur að ríma
nú er ég hættur þetta er orðin ein allsherjar
forn íslensk ljóðahljóða orðaglíma.
Lengri útgáfa af ljóðinu "Orðaglíma" eftir Villta Tryllta Villa. Skrifað um 2003.