Gredda Eldfjallsins (Lengri útgáfa)
Við skriftir,
starfar hugurinn sjálfstætt
en hendinni er stýrt af viljanum.
Við flæði hraunsins sem fæst við innblástur eldsumbrotanna.
Verður þörfin fyrir
tjáninguna um þjáninguna
að skrifa til að lifa
á ferð minni um
bláu höfin, blúsuðu geðhvörfin,
og skrifa um reynsluna
að halda áfram að
skrifa til að lifa
og skrifa um reynsluna
svo fjári sterk
að líkja má henni við hita hrauns eldsumbrotanna við brennisteins sprengingar greddu eldfjallsins.
Þörfinni skal fullnægt
með krafti frumaflsins!
Greddu skrifta og orða
hrauns íslenska eldfjallsins!
starfar hugurinn sjálfstætt
en hendinni er stýrt af viljanum.
Við flæði hraunsins sem fæst við innblástur eldsumbrotanna.
Verður þörfin fyrir
tjáninguna um þjáninguna
að skrifa til að lifa
á ferð minni um
bláu höfin, blúsuðu geðhvörfin,
og skrifa um reynsluna
að halda áfram að
skrifa til að lifa
og skrifa um reynsluna
svo fjári sterk
að líkja má henni við hita hrauns eldsumbrotanna við brennisteins sprengingar greddu eldfjallsins.
Þörfinni skal fullnægt
með krafti frumaflsins!
Greddu skrifta og orða
hrauns íslenska eldfjallsins!
Gamalt ljóð endurskrifað og lengt árið 2016 af Villta Tryllta Villa.