Jarðtengdur (Óþekk(t)a ljóðið að handan)
Treysti fyrir tilfinningum
titrandi af ótta
falinn inní fortíðinni
kallandi á flótta
floginn inní framtíðina
staldra hjá
ég skal gá!
jarðsprengjur springa
spring upp í loft
jarðsprengjur springa
sogast á loft
svíf um með skuggaverum
með skjálfandi brosi
í klæðist hvítum kufli
að handan fæ hjálp
floginn inn í framtíðina
staldra hjá
"nú skal ég gá!"
jarðtengdur en ég sogast á loft
jarðsprengjur springa og ég spring upp í loft
ég skyggnist handan hornsins
sé hver er þar
hann vill segja mér sögur
um framtíðarsál
en hjartað hamast á móti
og hulunni er upplokið
sögunni lokið
ég kalla á máttinn
og kristalla kraftinn
en ræturnar spretta
í jörðina rétta
nú ég er JARÐTENGDUR!!
titrandi af ótta
falinn inní fortíðinni
kallandi á flótta
floginn inní framtíðina
staldra hjá
ég skal gá!
jarðsprengjur springa
spring upp í loft
jarðsprengjur springa
sogast á loft
svíf um með skuggaverum
með skjálfandi brosi
í klæðist hvítum kufli
að handan fæ hjálp
floginn inn í framtíðina
staldra hjá
"nú skal ég gá!"
jarðtengdur en ég sogast á loft
jarðsprengjur springa og ég spring upp í loft
ég skyggnist handan hornsins
sé hver er þar
hann vill segja mér sögur
um framtíðarsál
en hjartað hamast á móti
og hulunni er upplokið
sögunni lokið
ég kalla á máttinn
og kristalla kraftinn
en ræturnar spretta
í jörðina rétta
nú ég er JARÐTENGDUR!!
Gamalt ljóð eftir Villta Tryllta Villa úr "Lava Town" í Reykjavík þegar hann bjó þar í kringum aldamótin.